United kláraði Anderlecht í framlengingu – Ajax áfram í undanúrslitin

Fjórir leikir fóru fram í Evrópudeildinni í kvöld og var þremur þeirra að ljúka núna rétt í þessu.

Manchester United kláraði Anderlecht í framlengdum leik þar sem að Marcus Rashford skaut United áfram í undanúrslitin.

Þá vann Schlake 3-2 sigur á Ajax, í framlengdum leik en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-0 fyrir Schalke.

Daniel Caligiuri kom Schalke yfir í fyrri hálfleik framlengingarinnar áður en Nick Viergever skoraði fyrir Ajax í síðari hálfleik og það var svo Amin Younes sem skoraði annað mark Ajax á lokamínútunum og Ajax fer því áfram, samanlegt 3-4

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

*Manchester United 2 – 1 Anderlecht
1-0 Henrik Mkhitaryan
1-1 Sofiane Hanni
2-1 Marcus Rashford

Schalke 3 – 2 Ajax*
1-0 Leon Goretzka
2-0 Guido Burgstaller
3-0 Daniel Caligiuri
3-1 Nick Viergever
3-2 Amin Younes


desktop