Útskýring – Svona verður HM með 48 liðum

FIFA tók þá ákvörðun í morgun að fjölga liðum á HM úr 32 yfir í 48 lið frá og með 2026.

Giani Infantino forseti FIFA vildi ólmur koma þessu í gegn.

Liðunum 48 verður skiippt í 16 riðla og verða þrjú lið í hverjum riðli. Tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í 32 liða úrslit

80 leikir verða á mótinu en í dag eru þeir 64.

Evrópa mun fá 16 sæti á mótinu en hafa í dag 13 sæti, AFríka mun fá níu sæti á HM 2026 en í dag er álfan með fimm. Þá mun Asía einnig fá fjögur auka sæti.

Þá verða einnig auka sæti í Suður og Norður-Ameríku og möguleiki er á að Eyjaálfurnar fái eitt öruggt sæti en þurfi ekki að fara í umspil.

Þá hefur FIFA einnig reiknað út að þetta muni gefa sambandinu 521 milljón punda meira í tekjur en tekjur af HM yrðu þá 5,29 milljarðar punda.

Flestir eru sáttir með þessa ákvörðun en aðeins Þýskaland hefur sett sig upp á móti henni.

Hér að neðan má sjá hvernig mótið mun fara fram.


desktop