Verður Tevez í hópnum sem mætir Íslandi í sumar?

Jorge Sampaoli þjálfari Argentínu útilokar það ekki að velja Carlos Tevez í HM hóp sinn.

Tevez er mættur heim til Argentínu og mun spila fyrir Boca Juniors.

Þessi 33 ára framherji gæti náð að heilla Sampaoli með góðri frammistöðu.

Argentína er í riðli með Íslandi, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í sumar.

,,Við erum með góðan hóp en þeir sem skara fram úr verða skoðaðir, ef Tevez gerir það þá mun hann koma til greina,“ sagði Sampaoli.

,,Það vita allir af hæfileikum Tevez, ég reyndi að fá hann til Sevilla.“


desktop