Warnock ætlar að mæla hvort Aron Einar hafi fengið sér í glas

Neil Warnock knattspyrnustjóri Cardiff er ekki helsti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Warnock hefur í nokkur skipti gagnrýnt KSÍ og hvernig Aron Einar Gunnarsson hefur verið notaður með landsliðinu.

Warnock var fyrst reiður þegar Aron Einar spilaði mikið í æfingaleik gegn Írlandi fyrr á þessu ári.

Meira:
Á meðan Aron Einar tryggði Ísland á HM var grillinu hans stolið

Aron Einar var svo meiddur fyrir landsleikina gegn Tyrklandi og Kósóvó og hafði ekki spilað með Cardiff.

Hann spilaði hins vegar báða landsleikina og Warnock skilur það að einhverju leyti.

,,Aron kom til baka í gær, leikurinn við Tyrkland var sá stóri fyrir þeim og hann vildi ekki valda þeim vonbrigðum,“ sagði Warnock.

,,Hann spilaði 64. mínútur, hann spilaði svipað gegn Kósóvó. Ég var svekktur með að hann hafi ekki bara spilað fyrri hálfleikinn gegn liði með eitt stig.“

,,Þetta var stærsti landsleikur í sögu þeirra og hann er fyrirliðinn, ég get skilið það. Þetta er magnað afrek, Ísland er með 335 þúsund íbúa sem er minna en Cardiff. Að komast á HM er magnað, hann er mættur aftur. Við höfum hins vegar ekki mælt áfengið í honum með því að láta hann blása, við eigum eftir að gera það.“


desktop