Yfirvofandi gjaldþrot hjá Bolton

Eigandi Bolton Wanderers Eddie Davies er tilbúinn að afskrifa 170 milljón punda skuld sem hann á inni hjá félaginu og reiðubúinn að selja sinn hlut á 20 milljónir punda til þess að reyna að bjarga félaginu frá gjaldroti.

Davies hefur látið hafa það eftir sér að hann sé ekki reiðubúinn áframhaldandi fjárhagsstuðningi við félagið. Hann hefur ráðið Trevor Birch fyrrverandi fjármálastjóra hjá Chelsea sem ráðgjafa til þess að sjá um að finna fjárfesta til koma með peninga inn í félagið frá Lankasterskíri. En Trevor Birch er vanur endurfjármögnun hjá knattspyrnuliðum í Englandi og kom að endurfjármögnun hjá Chelsea sem lauk með kaupum Abramovich á félaginu.

Félagið Sport Shield Consortium er fjárfestingafélag sem er að hluta til í eigu fyrrverandi framherja Bolton Dean Holdsworth hefur verið í samræðum við Davies og Birch og hafa lýst áhuga á kaupum á meirihluta í félaginu áður en janúarglugginn opnar. Einn hluti þessa samnings er að fyrrverandi hnefaleikamaðurinn Amir Khan muni halda hnefaleikakeppnir á Macron vellinum til þess að auka lausafé.

Skuldir Bolton eru samkvæmt fjárhagsreikningi frá apríl 172,9 milljónir punda og er ljóst að Davies mun þurfa að tapa háum fjárhæðum í sölunni á félaginu. En helstu skuldir Bolton eru lán frá honum en af þessum 172,9 milljónum eru 2 milljónir frá yfirmönnum hjá Bolton og 5 milljónir í yfirdrátt hjá Barclays bankanum en afgangurinn er í gegnum fjárfestingafyrirtæki í eigu Davies.


desktop