Byrjunarlið Arsenal og Bayern Munchen – Walcott frammi

Það fer fram stórleikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar að Arsenal og Bayern Munchen eigast við.

Arsenal þarf á sigri að halda í kvöld en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni.

Bayern hefur verið ósigrandi í þýsku deildinni á þessu tímabili og má búast við frábærum leik í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin.

Bayern: Neuer; Lahm, Boateng, Alaba, Bernat; Alonso, Vidal, Thiago Alcantara; Muller, Douglas Costa, Lewandowski.

Arsenal: Cech; Bellerin, Koscielny, Mertesacker, Monreal; Cazorla, Coquelin; Ramsey, Ozil, Sanchez; Walcott.


desktop