Byrjunarlið Juventus og Real Madrid – Enginn Benzema

Það fer fram stórleikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar að Juventus fær Real Madrid í heimsókn í undanúrslitum keppninnar.

Um er að ræða tvo risa í Evrópu en Juventus tryggði sér ítalska meistaratitilinn á dögunum, fjórða árið í röð.

Fyrri leikurinn verður spilaður í kvöld og fer fram á Ítalíu og liðin mætast svo á Santiago Bernabeu í seinni leiknum.

Byrjunarliðin í leiknum eru klár og má sjá þau hér fyrir neðan.

Juventus: Buffon, Lichtsteiner, Bonucci, Chiellini, Evra, Marchisio, Pirlo, Sturaro, Vidal, Tevez, Morata

Real Madrid:Casillas; Carvajal, Varane, Pepe, Marcelo; Kroos, Ramos; Bale, Isco, Rodríguez; Ronaldo


desktop