Byrjunarlið Liverpool og Sevilla – Salah og Lovren byrja

Liverpool tekur á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 18:45 og eru byrjunarliðin klár.

Liverpool tapaði ansi illa um helgina fyrir Manchester City, 5-0 en liðið komst í riðlakeppni Meistaradeildarinanr eftir sannfærandi sigur á þýska liðinu Hoffenheim.

Sevilla hefur farið ágætlega af stað í spænsku deildinni á þessari leiktíð og situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 7 stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Liverpool: Karius, Gomez, Lovren, Matip, Moreno, Wijnaldum, Can, Henderson, Salah, Mane, Firmino

Sevilla: Rico, Escudero, Kjaer, Pareja, Mercado, N’Zonzi, Banega, Correa, Navas, Correa, Ben Yedder.


desktop