Byrjunarlið Porto og Liverpool – Van Dijk og Lovren miðverðir

Porto tekur á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.

Porto er á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar með 55 stig og hefur tveggja stiga forskot og á leik til góða á Benfica sem er í öðru sætinu.

Liverpool hefur verið á skriði í síðustu leikjum sínum en liðið er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester United sem er í öðru sætinu.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Porto: José Sá; Ricardo, Reyes, Marcano, Alex Telles, Herrera, Sérgio Oliveira, Otávio, Brahimi, Marega, Soares.

Liverpool: Karius, Trent AA, Lovren, Van Dijk, Robertson, Milner, Henderson, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino.


desktop