Byrjunarlið Real Madrid og PSG – Isco byrjar

Real Madrid tekur á móti PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.

Mikl eftirvænting ríkir fyrir leiknum enda ein stærsta viðureignin í 16-liða úrslitum keppninnar.

PSG var magnað í riðlakeppninni á meðan Real Madrid endaði í öðru sæti síns riðils, á eftir Tottenham.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Real Madrid: Navas, Ramos, Varane, Nacho, Ronaldo, Kroos, Benzema, Modric, Marcelo, Casemiro, Isco.

PSG: Areola; Dani Alves, Marquinhos, Kimpembe, Yuri; Rabiot, Lo Celso, Verratti; Mbappe, Cavani, Neymar


desktop