Byrjunarlið Tottenham og Dortmund – Son og Harry Kane byrja

Tottenham tekur á móti Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 18:45 og eru byrjunarliðin klár.

Tottenham vann góðan 3-0 sigur á Everton um helgina en liðið hefur farið ágætlega af stað í upphafi leiktíðar og er í fimmta sæti deildarinnar með 7 stig.

Dortmund hefur byrjað mjög vel í Þýskalandi og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fyrstu þrjá leikina.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Tottenham: Lloris (C), Aurier, Alderweireld, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Son, Kane.

Dortmund: Bürki, Piszczek, Sokratis (C), Toprak, Toljan, Sahin, Dahoud, Kagawa, Aubameyang, Yarmolenko, Pulisic


desktop