Byrjunarlið United og Sevilla – Rashford og Fellaini byrja

Manchester United tekur á móti Sevilla í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.

Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli á Spáni en David de Gea var magnaður í leiknum fyrir United.

Það er því mikið undir í kvöld en United fer áfram með sigri.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

United: De Gea, Valencia, Smalling, Bailly, Young, Matic, Fellaini, Lingard, Alexis, Rashford, Lukaku.

Sevilla: Sergio Rico, Mercado, Kjaer, Lenglet, Escudero, N’Zonzi, Banega, Correa, Vazquez, Sarabia, Muriel.


desktop