Christian Eriksen: Verður gaman að mæta þeim á Wembley

Juventus tók á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Gonzalo Higuain skoraði tvívegis fyrir heimamenn snemma leiks en þeir Harry Kane og Christian Eriksen jöfnuðu leikinn fyrir gestina og lokatölur því 2-2.

Christian Eriksen, sóknarmaður Tottenham var að vonum sáttur með að skora og koma tilbaka eftir að hafa lent 0-2 undir.

„Við munum alltaf fá færi gegn þeim á Wembley,“ sagði Eriksen.

„Við förum fullir sjálfstraust inn í þann leik og það verður mjög gaman að mæta þeim á Wembley,“ sagði hann að lokum.


desktop