Einkunnir Chelsea gegn Qarabag – Nýliðinn bestur

Chelsea tók á móti Qarabag í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 6-0 sigri heimamanna.

Pedro Rodriguez og Davide Zappacosta skoruðu fyrir Chelsea í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 í hálfleik.

Cesar Azpilicueta, Tiemoue Bakayoko og Michy Batshuayi skoruðu svo fyrir Chelsea í þeim síðari áður en Maksim Medvedev fékk skráð á sig sjálfsmark undir lok leiksins og lokatölur því 6-0 fyrir Chelsea.

Einkunnir Chelsea úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.

Chelsea:
Courtois 6
Azpilicueta 7
Christensen 6
Cahill 6
Zappacosta 8 – Maður leiksins
Kante 6
Fabregas 6
Alonso 7
Willian 7
Pedro 7
Batshuayi 6


desktop