Einkunnir City gegn Feyenoord – David Silva bestur

Feyenoord tók á móti Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 4-0 sigri gestanna.

John Stones kom City yfir strax á 2 mínútu áður en Sergio Aguero kom City í 2-0 á 10 mínútu.

Gabriel Jesus bætti svo við þriðja marki liðsins á 25 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

John Stones bætti svo við öðru marki sínu á 63 mínútu og fjórða marki City og þannig fóru leikar.

Einkunnir úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.

City:
Ederson 7
Walker 7
Stones 7
Otamendi 6
Mendy 7
Fernandinho 7
De Bruyne 7
D. Silva 8 – Maður leiksins
B. Silva 7
Jesus 7
Aguero 7


desktop