Einkunnir Liverpool gegn Sevilla – Lovren og Gomez slakir

Liverpool tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Wissam Ben Yedder kom Sevilla yfir á 5 mínútu áður en Roberto Firmino og Mohamed Salah tryggðu Liverpool 2-1 forystu í hálfleik.

Joaquin Correa jafnaði hins vegar metin fyrir Sevilla á 72 mínútu en Joe Gomez fékk að líta sitt annað gula spjald í uppbótartíma og þar með rautt.

Lokatölur hins vegar 2-2 og Liverpool byrjar því Meistaradeildina á jafntefli.

Einkunnir úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.

Liverpool:
Karius 6
Gomez 5
Matip 6
Lovren 5
Moreno 5
Wijnaldum 6
Henderson 6
Can 6
Salah 6 – Maður leiksins
Firmino 6
Mane 6


desktop