Einkunnir úr leik Real Madrid og PSG – Marcelo bestur

Real Madrid tók á móti PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Adrien Rabiot kom gestunum yfir 33. mínútu en Cristiano Ronaldo jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu.

Ronaldo bætti svo öðru marki við á 83. mínútu áður en Marcelo innsiglaði sigur heimamanna, þremur mínútum síðar og lokatölur því 3-1 fyrir Real Madrid.

Einkunnir úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.

Real Madrid:
Navas 5
Ferndanez 5
Varane 6
Ramos 8
Marcelo 8 – Maður leiksins
Modric 7
Casemiro 7
Kroos 7
Isco 7
Benzema 6
Ronaldo 7

PSG:
Areola 8
Alves 7
Marquinhos 6
Kimpembe 7
Berchiche 5
Verratti 8
Lo Celso 5
Rabiot 8
Mbappe 7
Cavani 6
Neymar 8


desktop