Ekkert lið skorað meira en Liverpool í Meistaradeildinni

Porto tók á móti Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 5-0 sigri gestanna.

Það voru þeir Sadio Mane og Mohamed Salah sem skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik og staðan 2-0 í leikhléi.

Mane og Roberto Firmino skoruðu svo báðir í upphafi síðari hálfleiks áður en Mane fullkomnaði þrennuna á 85. mínútu og lokatölur því 5-0 fyrir Liverpool.

Liverpool hefur nú skorað 28 mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en liðið hefur raðað þeim inn í keppninni á þessu tímabili.


desktop