Guardiola: Hellingur sem við getum gert betur

Feyenoord tók á móti Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 4-0 sigri gestanna.

John Stones kom City yfir strax á 2 mínútu áður en Sergio Aguero kom City í 2-0 á 10 mínútu.

Gabriel Jesus bætti svo við þriðja marki liðsins á 25 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

John Stones bætti svo við öðru marki sínu á 63 mínútu og fjórða marki City og þannig fóru leikar.

Pep Guardiola, stjóri City var að vonum sáttur með öruggan sigur sinna manna í kvöld.

„Á síðustu leiktíð áttum við í miklum vandræðum á útivelli og það var rætt. Ef við viljum bæta okkur þá verðum við að vera jafn góðir á útivelli.“

„Þetta var góð frammistaða og það var mikilvægt að ná inn marki svona snemma. Við spiluðum góðan sóknarbolta og sýndum karakter. Það er mikið sem er hægt að bæta en þetta var mjög mikilvæg byrjun á keppninni.“

„Við höfum bætt við okkur fimm nýjum leikmönnum sem styrkja okkur mikið. Þeir hjálpa okkur að fara á útivelli og spila sóknarbolta, við viljum ekki þurfa að treysta á skyndisóknir á útivelli.“


desktop