James Milner stoðsendingahæstur í Meistaradeildinni á þessari leiktíð

Porto tók á móti Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 5-0 sigri gestanna.

Það voru þeir Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino sem skoruðu mörk Liverpool í kvöld en Mane skoraði þrennu í leiknum.

James Milner var í byrjunarliði Liverpool í kvöld og lagði hann upp tvö mörk í leiknum í kvöld.

Hann hefur nú lagt upp sex mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og er stoðsendingahæstur í keppninni.

Þeir Kevin de Bruyne og Neymar koma næstir með fjórar stoðsendingar og þá hefur Hazard lagt upp tvö mörk.


desktop