Klopp: Við vörðumst vel og þeir fengu tvö færi

Liverpool tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Wissam Ben Yedder kom Sevilla yfir á 5 mínútu áður en Roberto Firmino og Mohamed Salah tryggðu Liverpool 2-1 forystu í hálfleik.

Joaquin Correa jafnaði hins vegar metin fyrir Sevilla á 72 mínútu en Joe Gomez fékk að líta sitt annað gula spjald í uppbótartíma og þar með rautt.

Lokatölur hins vegar 2-2 og Liverpool byrjar því Meistaradeildina á jafntefli.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var svekktur að taka ekki öll þrjú stigin úr leiknum.

„Þetta var vinnings frammistaða hjá okkur í 85-86 mínútur og liðið spilaði vel gegn góðu liði. Við áttum svör við öllu sem þeir gerðu, að undanskyldum mörkunum sem þeir skoruðu. Ég þarf að sjá mörkin þeirra aftur en þetta var skemmtilegur og spennandi leikur, það gátu allir séð að við vorum að reyna að vinna og ég er tek þetta stig.“

„Við vitum að við þurfum að bæta okkur en það eru miklir möguleikar í stöðunni fyrir okur og við getum unnið með þá. Þetta var jafntefli og ég er ekkert alltof sáttur með það en ég er sáttur með stóran hluta leiksins og frammistöðuna.“

„Ég vil ekki pirra mig of mikið á þessu, við þurfum að taka þessu bara. Þetta voru ekki úrslitin sem ég bað um og við áttum þau ekki skilið. Þeir fengu tvö færi, við vorum betra liðið og vörðumst vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en ef við spilum áfram svona þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“


desktop