Mane með þrennu þegar Liverpool slátraði Porto – Ronaldo með tvö í sigri á PSG

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Porto tók á móti Liverpool í Portúgal þar sem að heimamenn áttu aldrei möguleika en leiknum lauk með 5-0 sigri gestanna og Liverpool svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslitin.

Þá tók Real Madrid á móti stórliði PSG þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í 3-1 frábærum 3-1 sigri Real.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Porto 0 – 5 Liverpool
0-1 Sadio Mane (25′)
0-2 Mohamed Salah (29′)
0-3 Sadio Mane (53′)
0-4 Roberto Firmino (69′)
0-5 Sadio Mane (85′)

Real Madrid 3 – 1 PSG
0-1 Adrien Rabiot (33′)
1-1 Cristiano Ronaldo (víti 45′)
2-1 Cristiano Ronaldo (83′)
3-1 Marcelo (86′)


desktop