Mourinho ósáttur: Við byrjuðum að spila Playstation fótbolta

Manchester United tók á móti Basel í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Marouane Fellaini kom United yfir á 35 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Romelu Lukaku kom svo United í 2-0 á 53 mínútu með sínu fyrsta marki í Meistaradeildinni áður en Marcus Rashford kom United í 3-0 á 84 mínútu og þannig fóru leikar.

Jose Mourinho, stjóri United var sáttur og ekki sáttur með sína menn og spilamennsku liðsins eftir kvöldið.

„Það er alltaf mikilvægt að taka þrjú stig á heimavelli. Við vorum mjög stöðugir þangað til við skoruðum annað markið og spiliðum með sjálfstraust. Eftir að við komumst 2-0 fyrir þá fórum við að taka þessu léttar og hefðum hæglega getað fengið á okkur mark.“

„Við spiluðum draumabolta, Playstation fótbolta. Ég er ekki hrifinn af því þegar menn fara að reyna gera einhver trikk. Við tókum áhættur og menn verða að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Ég veit ekki hvort markatalan muni skipta máli. Við vorum að gera klaufaleg mistök og tapa boltanum á klaufalegum stöðum. Leikmennirnir voru of rólegir.“

„Ég held bara áfram að segja það sama og ég segi alltaf um Fellaini. Hann er leikmaður með sérstök gæði og hann gefur mér mikla möguleika á mörgum stöðum á vellinu. Hann er einn af mínum mikilvægusty leikmönnum.“


desktop