Myndband: Stuðningsmenn Sevilla byrjaðir að hita upp fyrir leik kvöldsins

Liverpool tekur á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 18:45.

Þetta er fyrsti leikur liðanna í riðlakeppninni en ásamt þessum tveimur liðum leika Maribor og Spartak Moscow í riðlinum.

Síðast mættust þessi lið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið 2016 þar sem að Sevilla hafði betur, 3-1.

Enska liðið hefur því harma að hefna en talið er líklegt að þessi lið muni berjast um toppsætið í riðlinum í vetur.

Stuðningsmenn Sevilla eru mættir til Liverpool og voru byrjaðir að hita sig upp á götum borgarinnar í dag.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop