Myndband: Stuðningsmenn Spartak Moscow skutu flugelda inná völlinn

Maribor og Spartak Moscow eigast nú við í riðlakeppni Meistaradeilarinnar og er staðan markalaus þegar síðari hálfleikur var að hefjast.

Stuðningsmenn rússneska liðsins eru þekktir fyrir að vera miklir vandræðagemsar og þeir sönnuðu það í kvöld þegar að þeir tóku uppá því að skjóta flugelda inná völlinn.

Rússneska liðið má eiga von á hárri fjársekt frá FIFA fyrir atvikið en eins og áður sagði hefur leikurinn ekki verið flautaður af.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

—————


desktop