Myndir: Stuðningsmaður Celtic reyndi að sparka í Kylian Mbappe

Celtic tók á móti PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 5-0 sigri gestanna.

Það voru þeir Neymar, Kylian Mbappe og Edinson Cavani sem skoruðu mörk PSG í leiknum en sigur Frakkanna var aldrei í hættu.

Undir lok leiksins hljóp ónefndur stuðningsmaður skoska liðsins inná völlinn og reyndi hann m.a að sparka í Kylian Mbappe, framherja PSG.

Sem betur fer fyrir alla hitti hann ekki leikmanninn og var hann að lokum leiddur út af vellinum í fylgd öryggisvarða.

Myndir af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


desktop