Rakitic: Auðveldur leikur

Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona á Spáni, segir að það hafi verið auðvelt fyrir liðið að vinna Juventus í kvöld.

Barcelona og Juventus mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Rakitic skoraði eitt af mörkum Barcelona í 3-1 sigri.

,,Við höfum lagt svo hart að okkur allt árið. Við vorum betra liðið en við óskum Juventus til hamingju,“ sagði Rakitic.

,,Það er eðlilegt að þeir hafi tekið völdin í smá tíma eftir markið. Þetta var úrslitaleikurinn og Juve var líka að spila.“

,,Við vorum þó betri allan leikinn og vorum með stjórn á þessu. Þetta var bara spurning um hvenær við myndum skora næst.“

,,Þetta var auðvelt, snjallt og þetta var góður leikur.“


desktop