Ronaldo setti enn eitt metið í kvöld

Real Madrid tók á móti PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Adrien Rabiot kom gestunum yfir 33. mínútu en Cristiano Ronaldo jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu.

Ronaldo bætti svo öðru marki við á 83. mínútu áður en Marcelo innsiglaði sigur heimamanna, þremur mínútum síðar og lokatölur því 3-1 fyrir Real Madrid.

Ronaldo hefur nú skorað 100 mörk í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid sem er met.

Hann er fyrsti leikmaðurinn til þess að skora 100 mörk fyrir eina og sama félagið en hann er besti knattspyrnumaður heims í dag.


desktop