Sprenging nálægt liðsrútu Dortmund – Bartra á leið á spítala

Möguleiki er á að leik Borussia Dortmund og Monaco verði frestað en hann átti að fara fram í kvöld.

Um er að ræða leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins á að fara fram í Þýskalandi.

Fyrir leikinn var sprenging nálægt liðsrútu Dortmund og meiddist Marc Bartra, leikmaður liðsins.

Bild greinir frá þessu í dag en rúða sprakk í rútunni og þurfti að keyra Bartra á spítala í kjölfarið.

Ekki er komið fram hvert framhaldið verður eða hvort leikurinn muni fara fram í kvöld.


desktop