Þetta eru liðin sem verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í kvöld og er nú ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.

Liverpool, Manchester United, Tottenham og Manchester City unnu öll sína riðla en Chelsea endaði í öðru sæti í sínum riðli og mætir því annaðhvort PSG, Barcelona eða Beskitas.

Real Madrid hafnaði í öðru sæti síns riðils, líkt og Juventus og Bayern Munich og geta ensku liðin öll dregist á móti þessum liðum.

Það stefnir því í svakalegar viðureignir í 16-liða úrslitum keppninnar í ár en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið unnu sína riðla og enduðu í öðru sæti.

Fyrsta sæti:
Manchester United
PSG
Roma
Barcelona
Liverpool
Manchester City
Besiktas
Tottenham

Annað sæti:
Basel
Bayern
Chelsea
Juventus
Sevilla
Shakhtar
Porto
Real Madrid


desktop