Tottenham kom til baka gegn Juventus – City svo gott sem komið áfram

Tveir leikir fóru frma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Juventus komst 2-0 yfir gegn Tottenham en Harry Kane og Christian Eriksen sáu til þess að Tottenham er í flottum málum fyrir síðari leikinn á Wembley.

Basel tók svo á móti Manchester City þar sem að gestirnir unnu afar þægilegan sigur, 4-0 og eru þeir svo gott sem komnir áfram enda ólíklegt að Basel sé að fara skora fjögur mörk á Etihad.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Juventus 2 – 2 Tottenham
1-0 Gonzalo Higuain (2′)
2-0 Gonzalo Higuain (9′)
2-1 Harry Kane (35′)
2-2 Christian Eriksen (72′)

Basel 0 – 4 Manchester City
0-1 Ilkay Gundogan (14′)
0-2 Bernardo Silva (18′)
0-3 Sergio Aguero (23′)
0-4 Ilkay Gundogan (53′)


desktop