United úr leik eftir tap gegn Sevilla – Roma komið áfram í 8-liða úrslitin

Tveir leikir fóru fram í Meistaradeildinni í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Manchester United tók á móti Sevilla á Old Trafford en leiknum lauk með 2-1 sigri Sevilla sem fer áfram í 8-liða úrslit keppninnar og United er þar með úr leik í keppninni í ár.

Þá vann Roma 1-0 sigur á Shakhtar Donetsk þar sem að Eden Dzeko skoraði eina mark leiksins og Roma fer því áfram á útivallarmarki.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Manchester United 1 – 2 Sevilla* (Samanlegt 1-2)
0-1 Wissam Ben Yedder (74′)
0-2 Wissam Ben Yedder (78′)
1-2 Romelu Lukaku (84′)

*Roma 1 – 0 Shakhtar Donetsk (Samanlegt 2-2)
1-0 Eden Dzeko (52′)


desktop