15 stærstu félagaskiptin í Pepsi deild karla í vetur

Það hefur verið gaman að fylgjast með félagaskiptamarkaðnum í Pepsi deild karla í ár en mikið fjör hefur verið.

Stærstu félög landsins hafa verið að taka upp veskið og eyða háu fjárhæðum í stór nöfn.

Valur og FH hafa farið hvað mest og fengið til sín stór nöfn í sumar.

Birkir Már Sævarsson er stærsta nafnið sem hefur komið heim en hann er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu.

15 stærstu félagaskiptin í ár má sjá hér að neðan.

1. Birkir Már Sævarsson (Valur)
Það vakti rosalega athygli þegar landsliðsmaðurinn, Birkir ákvað að snúa heim. Stærstu félagaskipti ársins enda sá eini sem á fast sæti í íslenska landsliðinu.

2. Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Eftir frábæran atvinumannaferil ákvað Sölvi að snúa heim, líkt og Birkir fór hann á æskuslóðirnar þar sem hann ætlar sér stóra hluti.

3. Hallgrímur Jónasson (KA)
Eftir að hafa verið að spila sinn besta fótbolta síðustu ár ákvað Hallgrímur að koma heim og fór á Norðurlandið. Mikill styrkur fyrir KA.

4. Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Hjörtur var sá fyrsti til að stökkva heim en tilkynnt var um komu hans áður en síðasta tímabil var á enda. Oftast verið vinstri bakvörður en gæti spilað sem miðvörður hjá FH.

5. Geoffrey Castillion (FH)
Hollenska nautið samdi við FH en Víkingur auk liða erlendis höfðu áhuga á honum, Ólafur Kristjánsson náði hins vegar að sannfæra hann um að framtíðin væri best í Kaplakrika.

6. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Eftir ár í atvinnumennsku snýr Kristinn heim, besti leikmaður Pepsi deildarinnar árið 2016 er mættur aftur. Ætti að styrkja Val mikið.

7. Kristinn Steindórsson (FH)
Eftir flottan feril erlendis snýr Kristinn heim á besta aldri, hafði ekki áhuga á að fara í Breiðablik og valdi FH þar sem hann mun aftur vinna með Ólafi Kristjánssyni.

8. Guðmundur Kristjánsson (FH)
Eftir að hafa verið leiðtogi Start í Noregi kom Guðmundur aftur heim, valdi FH frekar en uppeldisfélagið Breiðablik og mun styrkja FH mikið.

9. Kristinn Jónsson (KR)
Eftir að hafa alla tíð á Íslandi spilað með Breiðabliki ákvað Kristinn að fara annað, KR varð fyrir valinu þar sem hann ætti að njóta sin undir stjórn Rúnar Kristinssonar.

10. Tobias Thomsen (Valur)
KR vildi halda honum en viðræður gengu hægt, Ólafur Jóhannesson tók upp tólið og græjaði samning á stuttum tíma. Eykur breiddina í sóknarlínu Vals.

11. Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Yfirgaf FH á miðju sumri og fór til Portúgals, þar gengu hlutirnir ekki upp og það kom öllum á óvart þegar Breiðablik krækti í hann.

12. Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Aftur heim, eftir tvö ár í Kaplakrika snéri Bergsveinn heim í síðustu viku. Varð Íslandsmeistari FH og kemur heim sem reyndari leikmaður.

13. Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Hættur í rúm tvö ár en Helgi Valur ætlar að spila með Fylki næsta sumar, hvernig það mun ganga er óvíst en nafnið á blaði er stórt.

14. Ívar Örn Jónsson (Valur)
Aukaspyrnu-Ívar var fljótlega mættur á Hlíðarenda eftir að tímabilinu lauk, hann gæti sprungið út á Hlíðarenda.

15. Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Það var stórt fyrir Fjölni að krækja í Almarr, öflugur spilar sem getur leyst margar stöður. Gefst aldrei upp.


desktop