Ágúst Hlynsson á leiðinni til Norwich

Ágúst Eðvald er í hópnum.

Ágúst Eðvald Hlynsson er að ganga til liðs við Norwich en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Þessi 16 ára gamli leikmaður steig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins síðasta sumar en hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning við enska félagið á morgun.

Þá varð hann m.a yngsti markaskorari í sögu breiðabliks þegar hann skoraði gegn Kríu í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Hann á að baki 15 landsleiki með U17 ára landsliði Íslands þar sem hann hefur skorað 3 mörk.


desktop