Albert Watson til KR

Albert Watson er gengin til liðs við KR en þetta var tilkynnt í dag.

Hann er fæddur árið 1985 og hefur undanfarin ár leikið fyrir FC Edmonton í Kanada þar sem hann hefur verið fyrirliði liðsins.

Albert hóf feril sinn hjá Ballemena United og lék þar um árabil, þaðan fór hann til sigursælasta liðs Norður Írlands, Linfield.

Hjá Edmonton spilaði hann 128 leiki og skoraði í þeim 5 mörk. Hann kemur til landsins á mánudag og mun væntanlega leika sinn fyrsta leik með KR gegn Keflavík þann 24. mars.


desktop