Allan Borgvardt teiknar og skrifar barnabækur

Allan Borgvardt fyrrum framherji FH er byrjaður að teikna og skrifa barnabækur. Borgvardt er frá Danmörku.

Borgvardt er að margra mati besti erlendi leikmaður sem spilað hefur á Íslandi.

Framherjinn knái lék með FH frá 2003 til 2005 og raðaði inn mörkum.

Borgvardt lék svo lengi vel á Norðurlöndunum en hann lagði skóna á hilluna árið 2015 eftir að hafa spilað með IF Sylvia í Svíþjóð.

Framherjinn býr enn í Svíþjóð og skrifar og teiknar þar barnabækur sem vakið hafa athygli.

Borgvardt starfar einnig sem nuddari í Svíþjóð þar sem hann gerir það gott á meðal íþróttafólks.


desktop