Aron ósáttur með Fjölni

Aron Jóhannsson framherji Werder Bremen og Bandaríkjanna er ekki sáttur með uppeldisfélag sitt í dag.

Aron slær á létta strengi á Twitter þar sem Fjölnir er stolt af uppöldum leikmönnum félagsins sem eru í leikmannahópi Íslands fyrir komandi verkefni.

Viðar Ari Jónsson og Aron Sigurðarson gætu orðið fyrstu uppöldu leikmenn Fjölnis til að spila mótsleik fyrir Íslands gegn Kosóvó á næsta föstudag.

Aron sem kaus að spila fyrir Bandaríkin og hefur spilað fyrir þjóðina.

,,Fáum við RT fyrir FYRSTU A-landsliðmenn karla í mótsleik Í SÖGU FJÖLNIS,“ var skrifað á Twitter reikningi Fjölnis.

Aron setur út á þetta enda eins og fyrr segir á hann A-landsleiki fyrir Bandaríkin.

,,Illa vegið,“ skrifar framherjinn sem er iðulega léttur í lund og slær þarna á létta strengi.


desktop