Ásgeir Börkur framlengir við Fylki

Mynd - Einar Ásgeirsson

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára en þetta var tilkynnt í dag.

Miðjumaðurinn öflugi er uppalinn í Árbænum og hefur spilað allan sinn feril með Fylki, að undanskyldum tveimur árum þar sem hann spilaði með Selfossi.

Hann var lykilmaður í liði Fylkis sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og var m.a valinn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í haust.

Samingurinn er til næstu tveggja ára en þessi öflugi miðjumaður verður 31 árs í apríl á næsta ári.


desktop