Ási Haralds nýr aðstoðarþjálfari FH

Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari FH en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Hann hefur aðstoðað Frey Alexandersson með íslenska kvennalandsliðið að undanförnu og mun sinna því starfi áfram, samhliða FH.

Ólafur Kristjánsson var ráðinn þjálfari liðsins í haust og hefur hann verið að leita sér að aðstoðarmanni síðan hann tók við.

Ási og Ólafur þekkjast vel en þeir spiluðu saman hjá KR á sínum tíma.


desktop