Atli Sveinn ráðinn yfirþjálfari hjá Stjörnunni

Nýr yfirþjálfari ráðinn í Knattspyrnudeild !

Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur ráðið Atla Svein Þórarinsson sem yfirþjálfara yngri flokka deildarinnar. Atli Sveinn ætti að vera flestum fótboltaáhugamönnum kunnur þar sem hann á glæsilegan feril að baki sem leikmaður.

Atli Sveinn útskrifaðist með UEFA-A þjálfaragráðu árið 2015.

Atli Sveinn hefur, samhliða þjálfun, starfað sem grunnskólakennari frá 2008 til dagsins í dag en hann útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands sama ár.

Atli Sveinn tekur til starfa sem yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Stjörnunnar 1. mars og á sama tíma mun Davíð Snorri Jónasson ljúka störfum. Knattspyrnudeild Stjörnunnar bindur miklar vonir við Atla Svein og telur hann vera rétta manninn til að leiða okkar frábæra þjálfarateymi og metnaðarfulla starf í yngri flokkum knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

Ferill Atla:
2013-2015 KA (fyrirliði)
2005-2012 Valur (fyrirliði frá 2007)
2004 KA (fyrirliði)
2000-2003 Örgryte, Svíþjóð

Atli Sveinn á einnig leiki að baki fyrir landslið Íslands:

A- landslið 9 leikir
U-21 landslið 4 leikir
U-19 landslið 7 leikir

Árið 2013 fór Atli Sveinn á fullt í knattspyrnuþjálfun og hefur bæði þjálfað í yngri flokkum sem og meistaraflokki:
2017: 2.flokkur KA kk.
2016: Mfl. Kk Dalvík/Reynir
2014: 5. og 6. fl. og 4 fl.kk KA
2013: 5.,6., og 7. fl.kk KA
1998: 6. fl. KA kk

Nýtt skipan barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Stjörnunnar

Tekið hefur til starfa nýr formaður barna- og unglingaráðs deildarnnar en Gunnar Guðni Leifsson hafði stýrt starfinu með miklum sóma undanfarin ár. Nú hefur Halldór Ragnar Emilsson tekið við af honum og fengið í lið með sér öflugan hóp Stjörnufólks en það eru þau, Áslaug Auður Guðmundsdóttir, Harpa Rós Gísladóttir, Jón Guðni Ómarsson & Jón Þór Helgason. Það er því óhætt að segja að framundan séu spennandi tímar innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar.


desktop