Bjarni Ólafur Eiríksson er íþróttamaður Vals árið 2016

Bjarni Ólafur Eiríkkson var í dag kjörinn íþróttamaður Vals árið 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Bjarni er kjörinn íþróttamaður Vals og annað árið í röð (2005, 2015 og 2016).

Bjarni hefur leikið 259 leiki fyrir Val og skorað í þeim 16 mörk. Hann spilaði 19 leiki í efstu deild sl sumar og 5 leiki í bikarnum ásamt því að vera varafyrirliði Vals.

Hann hefur leikið 21 landsleik fyrir Ísland. Bjarni er og hefur verið alger lykilmaður í liði Vals undanfarin ár og hefur átts tóran þátt í bikarmeistaratitlum félagsins undanfarin 2 ár.


desktop