Blikar með frábæra endurkomu gegn KA – Fjölnir lagði ÍBV

KA og Breiðablik mættust í gríðarlega skemmtilegum leik í Pepsi-deild karla í kvöld en 12. umferð fór fram.

Þrjú mörk voru skoruð í fyrri hálfleik en Blikar komust yfir áður en Emil Lyng skoraði tvö mörk fyrir KA og kom heimamönnum yfir.

Allt annað Blikalið kom til leiks í síðari hálfleik og skoruðu þær grænu þrjú mörk og unnu að lokum 4-2 sigur.

Fjölnir vann þá mikilvægan sigur á ÍBV á sama tíma en lokatölur á Fjölnisvelli urðu 2-1 fyrir heimamönnum.

Það var Ingimundur Níels Óskarsson sem skoraði sigurmark Fjölnis á 84. mínútu leiksins.

KA 2-4 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson(3′)
1-1 Emil Lyng(26′)
2-1 Emil Lyng(31′)
2-2 Martin Lund Pefersen(47′)
2-3 Damir Muminovic(59′)
2-4 Aron Bjarnason(87′)

Fjölnir 2-1 ÍBV
1-0 Þórir Guðjónsson(47′)
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(58′)
2-1 Ingimundur Níels Óskarsson(84′)


desktop