Breiðablik reyndi að fá Eið Smára sem afþakkaði boðið í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen afþakkaði boð Breiðabliks um að ganga í raðir félagsins. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Breiðablik hafði áhuga á að fá Eið Smára í sínar raðir og fá hann til að spila með Sveini Aroni Guðjohnsen, syni hans.

Eiður var opinn fyrir þessari hugmynd en eftir leik Breiðabliks og Fjölnis í kvöld afþakkaði Eiður boðið samkvæmt heimildum 433.is. Ástæðan er sú að Eiður Smári hefur ekki tíma í verkefnið að svo stöddu.

Fleiri lið höfðu áhuga á Eiði Smára hér heima en sögur hafa verið á kreiki að FH og fleiri lið hafi sýnt honum áhuga.

Eiður hefur verið án félags eftir að hann samdi við Pune City í Indlandi á síðasta ári en þar gat hann ekki leikið vegna meiðsla.

Eiður er 38 ára gamall og hefur hann átt magnaðan feril sem leikmaður en líklegast er að hann sé á enda núna.


desktop