Breiðablik slátraði Þrótti – 13 mörk í tveimur leikjum

Breiðablik vann góðan sigur á Þrótti R. í Lengjubikar karla í kvöld en leikið var í Egilshöll.

Blikar komust í 2-0 í fyrri hálfleik og eftir það var þetta leikur einn.

Hrovje Tokic kom Blikum yfir áður en Arnþór Ari Atlason kom Blikum í 2-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda.

Gísli Eyjólfsson skoraði svo eitt mark í síðari hálfleik og kom Blikum í 3-0 áður en Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fjórða markið.

Arnór Gauti Ragnarsson hlóð svo í tvö mörk undir lok leiksins og tryggði 0-6 sigur Blika.

Blikar eru með sex stig eftir tvo leiki og 13 mörk skoruð, ekkert fengið á sig en liðið vann ÍR 7-0.


desktop