,,Burt með stjórn Breiðabliks á einu færibandi“

Kristján Óli Sigurðsson knattspyrnusérfræðingur Harmageddon á X977 og fyrrum leikmaður Breiðabliks vill hreinsa út stjórn knattspyrnudeildar félagsins á einu bretti.

Tímabilið hjá Breiðabliki hefur verið erfitt og er liðið enn í hættu á að falla úr deildinni.

Kristján telur að það þurfi nýja stjórn svo að Breiðablik komist á rétta braut.

,,Þetta er skelfilegt tímabil, þeir gætu alveg fallið ennþá. Þeir eiga fjóra leiki eftir, tvo erfiða útileiki gegn FH og Grindavík. Eiga ÍBV og KR eftir heima, ég er ekki að sjá meira en 3-4 stig. Þá sleppa þeir við fall,“ sagði Kristján Óli í þætti dagsins.

,,Ég vil byrja á að hreinsa til í stjórninni, burt með hana á einu færibandi. Fá alvöru Blika sem þekkja að spila fótbolta og þekkja félagið. Ég vil fá þannig menn inn í stjórnina.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.


desktop