Davíð Snorri hættir hjá Stjörnunni – Tekur við U17

Davíð Snorri Jónasson hefur hætt sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Stjörnunnar en þetta hefur verið staðfest.

Samkvæmt heimildum 433.is er Davíð á leið í fullt starf hjá KSÍ og mun meðal annars þjálfa U17 ára landslið karla.

Facebook síða Stjörnunnar:
Davíð Snorri kveður!

Knattspyrnudeild Stjörnunnar vill þakka Davíð Snorra fyrir vel unnin störf undanfarin ár en hann hefur verið aðstoðarþjálfari mfl. karla undanfarin 2 tímabil auk þess að hafa þjálfað 3.fl. eitt tímabil og gegnt stöðu yfirþjálfara undanfarna mánuði.

Stjörnumenn óska Davíði alls hins besta og hlakka til samstarfs á nýjum vettvangi


desktop