Doumbia mögulega á förum frá FH

Kassim Doumbia, varnarmaður FH gæti verið á förum frá FH en þetta staðfesti Birgir Jóhannesson í samtali við fótbolta.net í dag.

Hann verður samningslaus um áramótin og er ekki ennþá ljóst hvort félagið muni framlengja við hann.

Doumbia kom til FH árið 2014 og á að baki 83 leiki með félaginu þar sem hann hefur skorað 11 mörk.

Þá hefur hann tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu, árið 2015 og 2016.


desktop