Dramatík er Blikar höfðu betur gegn Stjörnunni

Breiðablik 2-1 Stjarnan
1-0 Arnþór Ari Atlason(10′)
1-1 Halldór Orri Björnsson(11′)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson(90′)

Það fór fram einn leikur í Pepsi-deild karla í kvöld en Breiðablik fékk þá lið Stjörnunnar í heimsókn.

Það var boðið upp á spennandi leik í dag en fyrir leikinn voru bæði lið með jafn mörg stig í öðru og þriðja sætinu.

Blikar komust yfir á 10. mínútu leiksins er Arnþór Ari Atlason skoraði eftir sendingu frá Davíði Kristjáni Ólafssyni.

Það tók Stjörnumenn ekki nema eina mínútu að jafna er Halldór Orri Björnsson kom boltanum í netið strax í kjölfarið.

Allt stefndi í 1-1 jafntefli alveg þar til á 90. mínútu er Höskuldur Gunnlaugsson skoraði með skalla og tryggði Blikum 2-1 sigur.


desktop