Einkunnir þegar ÍBV varð bikarmeistari – Gunnar Heiðar bestur

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fór fram í dag er lið ÍBV mætti FH á Laugardalsvelli fyrir framan fjölda fólks.

ÍBV sló Stjörnuna út í undanúrslitum og komst þannig í úrslitin en FH lagði Leikni Reykjavík 1-0.

Það var einnig bara eitt mark skorað í leiknum í dag en það gerði framherjinn reynslumikli Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Leikurinn í dag var fjörugur og fengu áhorfendur mikið fyrir sinn snúð en mörkin voru þó ekki mörg.

Gunnar Heiðar skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu leiksins og reyndist það nóg til að tryggja Eyjamönnum bikarinn.

Einkunnir eru hér að neðan.

FH:
Gunnar Nielsen 6
Pétur Viðarsson 4
Bergsveinn Ólafsson 4
Steven Lennon 5
Emil Pálsson 5
Þórarinn Ingi Valdimarsson (´46) 5
Davíð Þór Viðarsson 6
Atli Guðnason 6
Kristján Flóki Finnbogason (´78) 6
Kassim Doumbia 6
Böðvar Böðvarsson 5

Varamenn:
Guðmundur Karl Guðmundsson (´46) 5

ÍBV:
Derby Carrillo 7
Matt Garner (´56) 6
David Atkinson 7
Pablo Punyed 6
Kaj Leo í Bartolsstovu 7
Mikkel Maigaard Jakobsen 6
Sindri Snær Magnússon 7
Jónas Tór Næs 6
Brian Stuart McLean 6
Atli Arnarson 6
Gunnar Heiðar Þorvaldsson 8 – Maður leiksins

Varamenn:
Felix Örn Friðriksson (´56) 6


desktop