Ellert a leið í réttingu – Nefið skakkt

Ellert Hreinsson framherjii Breiðabliks þarf að láta rétta á sér nefið í dag eftir högg í gær.

Ellert þurfti að fara af velli eftir samstuð við Rasmus Christiansen varnarmann KR í gær.

,,Ég hef verið betri, nefið er skakkt. Það þarf að rétta það við og verður gert í dag,“ sagði Ellert við 433.is í dag.

,,Þessu verður kippt í rétt far, boltinn er uppi í loftinu og ég næ að flikka honum áfram og Rasmus kemur beint inn í andlitið á mér. Þetta var bara 50/50 bolti.“

Ellert segir að sársaukinn hafi ekki verið mikill en hann hafði áhuga á að spila áfram.

,,Þetta var ekki mikill sársauki, nefið var illa farið og þau voru hrædd um að ég væri pínu vankaður. Það var ákveðið að fara öruggu leiðina.“

,,Ég verð klár í næsta leik við Keflavík, það ætti ekki að vera vandamál.“


desktop